Áhugaverðir staðir

Nágrennið býður upp á mikið af áhugaverðum stöðum og afþreyingu

Ef þú hefur áhuga á útivist og að skoða landið er þetta staðurinn fyrir þig. Í nágrenni við bústaðina er að finna gullna hringinn, Gullfoss, Geysi, Gömlu laugina, gönguleiðir, hestaleigur, flúðasiglingar, snjósleðaferðir og fleiri góða afþreyingu. Kannaðu möguleikana hér að neðan. 

Hestaleiga

Þú getur upplifað yndislegt umhverfi og útiveru á hestbaki, en næsta hestaleiga er í göngufæri frá bústöðunum.

Gamla laugin

Elsta manngerða sundlaug landsins er jarðhitalaug og er á Flúðum, aðeins um 9 km frá bústöðunum.

Laugarvatn fontana

Laugarvatn fontana eru slakandi jarðhitaböð með gufubaði og matsölustað.

Litla melabúðin

Litla Melabúðin á Flúðum er lítill bændamarkaður staðsettur í gróðurhúsi. Þar er selt grænmeti, kjöt, sultur og fleiri vörur sem ræktaðar og framleiddar eru á svæðinu.

Silfurtún jarðarber

Tveim húsum frá litlu Melabúðinni er Silfurtún, Jarðarberjarækt þar sem hægt er að kaupa fersk jarðarber sem týnd eru samdægurs! (það er árstíðabundið)

Flúðasigling á Hvítá með heimamönnum

Ef þú ert í stuði fyrir adrenalínkikk þá er flúðasigling eitthvað fyrir þig!

Selsvöllur - Golfklúbburinn Flúðir

Á golfvellinum getur þú tekið sveiflu á skotsvæðinu eða skellt þér 18 holur og fengið þér svo góðan mat á veitingastaðnum eftirá.

Matsölustaðir á svæðinu

Margir matsölustaðir eru á svæðinu en þar má nefna eþíópískan mat, pizzur, fisk og franskar og margt fleira. Hér getur þú skoðað úrvalið.

Sundlaugar

Nokkrar skemmtilegar sundlaugar eru í uppsveitunum, þær má allar finna á heimasíðu sundlaugana.

Snjósleðaferðir Mountaineers of Iceland

Snjósleðaferðir upp á Langjökul tvinna saman fallega náttúru og adrenalínkikk. Boðið er uppá ferðir frá Gullfossi þar sem skoðaðir eru íshellar og fleira.

Snorklað milli jarðfleka

Í Silfru á Þingvöllum getur þú snorklað eða kafað milli Norður-Ameríku og Evrasíu jarðflekana.

Gönguferðir á hálendinu

Hálendið okkar er þakið fallegum gönguleiðum. Hér getur þú séð nokkrar.

Vestmannaeyjar

Frá bústöðunum er u.þ.b. klukkutími og 15 mínútur að keyra í Landeyjarhöfn þaðan sem siglt er yfir til Vestmannaeyja. Eyjan hefur upp á mjög margt að bjóða sem tengist menningu og sögu ásamt einstakri náttúru, dýralífi og allskonar afþreyingu. Gaman er að gera sér dagsferð þangað.

Sólheimar

Sólheima í Grímsnesi þekkja flestir en þar eru sjálfboðaliðar sem búa og vinna við að framleiða og selja allskonar list, kerti, leir og fleira. Þar er líka huggulegt kaffihús og fleira skemmtilegt að sjá í þorpinu.

Almar bakari

Okkar hugmyndafræði er einföld! Það er að bjóða upp á holl og góð handgerð brauð og ljúffengt bakkelsi. Komdu til okkar í eðal kaffi í notarlegu umhverfi með frábærri þjónustu. Við erum staðsett í Hveragerði, Selfossi, Hellu og á Flúðum.