Um okkur

Við, fólkið á bakvið Mosás, erum fjölskylda sem samanstendur af hjónunum Fjólu og Sigga ásamt syni þeirra Heimi og tengdadótturinni Dagnýju. Við búum á sveitabæ í nágrenninu og erum með stórt kúabú.

Ásamt mjólkurframleiðslu rekum við líka verktakafyrirtæki á bænum sem sér um allskonar traktors- og jarðvinnu fyrir hina ýmsu aðila. Kýrnar eru ekki einu dýrin á bænum þó þær séu okkar helsta lifibrauð en til gamans eigum við líka nokkrar hænur og nokkra hesta ásamt síkáta hundinum Tinna.

Við höfum öll gaman af einhvers konar útiveru og heilsueflingu.
Heimir stundar aðallega motocross en hefur gaman af öllu motor-sporti og fer meðal annars mikið á snjósleða á veturna með Sigga sem hefur ekki síður áhuga á því. Einnig fer Siggi í jeppaferðir á fjöll og syngur í tveimur kórum. Siggi og Dagný stunda hestamennsku og deila því áhugamáli reyndar með mjög mörgum ættingjum og nágrönnum svo það er mikið riðið út á sumrin í góðum félagsskap. Dagný stundar einnig jóga og þarf ekki að fara langt til að sækja það því Fjóla er jógakennari og býður upp á jógatíma fyrir sveitunga. Fjóla er einnig blómadropameistari. Ásamt því hefur hún gaman af ýmis konar útivist svo sem gönguskíðum og göngum.

Öll eigum við því áhugamál sem tengjast á einn eða annan hátt og eigum það sameiginlegt njóta náttúrunnar og dýranna sem við erum svo heppin að vera í návist við alla daga.

Holtabyggð ehf.
Kt:690319-0550
Birtingaholti 5, 846 Flúðir
+ 354 868 5751
info@mosascottages.is