Matsölustaðir á svæðinu

Kaffi Sel

Frábær veitingastaður með pizzur og fleira. Þau eru með mjög gott úrval vegan valmöguleika.

Minilik

Eþíópískur veitingastaður á Flúðum.

Pizzavagninn

Pizzavagn sem flakkar á milli þorpa í uppsveitunum. Þú getur séð hvar hann er staddur að hverju sinni á Facebook síðu þeirra.

Friðheimar

Skemmtilegur veitingastaður í tómata-gróðurhúsi. Matseðillinn byggist á tómötum ræktuðum á staðnum.

Farmers Bistro

Veitingastaður á Flúðum þar sem matseðillinn byggist á sveppum ræktuðum á staðnum. Hefur þú einhvern tímann smakkað sveppaís?

Grund Restaurant

Veitingastaður á Flúðum með pizzur, hamborgara og fleira.

Litli fiskikofinn

Litli fiskikofinn býður upp á  mjög góðan fisk og franskar. Þau eru staðsett beint fyrir utan gömlu laugina. Af hverju ekki að kíkja í laugina og fá sér svo kvöldmat?

Mika Restaurant

Veitingastaður með gott úrval og frábært handgert súkkulaði.